Friday, May 11, 2012

Bókverk

Ég ákvað að hafa þemað í bókverkinu dýr og notaði ég aðeins verk eftir mig.

Á forsíðuna og bakhliðina notaði ég fram- og bakhlið á plötualbúmi sem ég bjó til fyrir rúmu ári síðan, en ég tók út textann og aðlagaði það að A4 stærð.

Fyrsta opnan er svo teikning sem ég gerði fyrir svolítlu síðan og setti ég inn "Meow" textann í inDesign á path. (Ath. o-ið sem brenglast í miðjunni var ekki svoleiðis fyrr en ég setti það á issuu.com)

Á annarri opnunni ákvað ég að leika mér aðeins með font og litasamsetningu. Þannig að ég ákvað að nota svarthvítan bakgrunn og skellti því inn mynd af málverki af zebrahesti sem ég gerði. Ég valdi svo font sem ég átti í fontasafninu mínu sem ég hef notað mikið og setti þá í mjög skæra á áberandi liti til að vera á móti svarthvíta fletinum. Orðin setti ég öll í sitthvort textaboxið.

Á þriðju opnunni ákvað ég að vinna svolítið meira með texta eða "typography". Ég notaði páfuglinn frá forsíðunni, sneri honum við og breytti litunum örlítið með layerum. Ég ákvað svo að láta hann speglast yfir á næstu síðu sem typography. Ég teiknaði path utan um fuglinn með pennatólinu og skellti inn texta úr Biblíunni um sköpun heimsins (og sköpun dýranna).

Á fjórðu opnunni vildi ég leika mér aðeins meira með form (teiknuð með pennatólinu) og layera. Ég setti inn teikningu sem ég gerði af úlfi og setti texta á síðuna á móti (með fonti sem ég hef lengi verið hrifin af) í samræmi við myndina. Því næst setti ég inn þríhyrningsform og lék mér með liti, gagnsæi og layera. Fikraði mig svo áfram með staðsetningar og slíkt.

Á fimmtu og síðustu opnunni ákvað ég að hafa þetta einfalt og setti inn mynd sem ég bjó til í Photoshop, þar sem ég fann mynd af naktri konu, klippti hana til, fann svo strandarmynd með flamingo fuglum, setti bakgrunnslit, skellti svo myndunum saman og vann með layera. Svo setti ég smá texture yfir alla myndina til að setja heildarlúkkið.

Tuesday, March 27, 2012

Poster


Verkefni fyrir tölvukúrs í MíR.

Þetta plakat setti ég saman í InDesign. 
Ég notaði mynd, sem ég fann á tumblr, sem bakgrunn og kom henni fyrir eins og mér hentaði fyrir þetta verkefni. Ég valdi svarthvíta mynd af módeli með það í huga að hafa aðalfyrirsögnina í lit, til að láta hana grípa augað. Ákvað að hafa leturgerðirnar sem ég notaði stílhreinar og einfaldar, fannst það virka betur. 
Ásamt bakgrunninum vann ég með 7 textabox til að geta raðað textanum, og netslóðinni, á þann hátt sem ég gerði.